Jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu

Snemma í morgun (9.12.2017) varð jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftahrinur eru núna mjög algengar í Bárðarbungu eftir eldgosið í Holuhrauni (2014 – 2015). Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 var stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu en nokkrum klukkutímum áður hafði orðið jarðskjálfti með stærðina 2,8.


Jarðskjálftavirknin í Báðarbungu. Þar sem jarðskjálftinn varð er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin varð í suðurhluta öskju Bárðarbungu. Staðsetningin er á svæði þar sem tvær virkir sigkatlar eru til staðar og mikil jarðhitavirkni til staðar. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun koma af stað einhverju jökulflóði en ef það gerist þá er líklega ekki um mikið magn að ræða. Eftir að stærsti jarðskjálftinn varð þá dró verulega úr jarðskjálftavirkni á svæðinu (þangað til að jarðskjálftavirkni hefst á ný).