Jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu

Síðastliðna nótt klukkan 02:41 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 11 km og engir aðrir jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Þessi skortur á eftirskjálftum auk staðsetning eru óvenjulegar miðað við jarðskjálftavirkni síðustu mánaða í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mig grunar að núna sé að hefjast tími fleiri og stærri jarðskjálfta í Bárðarbungu. Síðasta slíka tímabil varð í haust þegar jarðskjálfti með stærðina 4,7 átti sér stað.

2 Replies to “Jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu”

    1. Það er ekkert sem bendir til þess á þessari stundu. Það þarf mun meiri jarðskjálftavirkni að koma fram áður en það fer að gjósa*.

      * Þetta gildir í flestum tilfellum en það eru undantekingar og það er mjög erfitt að sjá þær undantekningar áður en þær eiga sér stað.

Lokað er fyrir athugasemdir.