Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Aðfaranótt 20-Desember-2017 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinan hófst klukkan 02:17 með jarðskjálfta sem var með stærðina 1,4. Fyrsti stóri jarðskjálftinn varð klukkan 04:57 og var með stærðina 4,1. Seinni stóri jarðskjálftinn var með stærðina 4,4 og átti sér stað klukkan 05:29. Allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð og það komu fram 40 til 48 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænu stjörnurnar sýna hvar jarðskjálftavirknin átti sér stað í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni var á hefðbundnu svæði í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Mikil jarðhitavirkni er á svæðinu og það bendir til þess að mikil kvika sér til staðar í eldstöðinni á grunnu dýpi. Það hefur ekki komið af stað litlum eldgosum ennþá en hugsanlegt er að slík eldgos verði án mikils fyrirvara (best er að fylgjast með litlum jarðskjálftum sem eru lengi á sama stað).

Djúp jarðskjálftavirkni er ennþá suð-austur (rauði punkturinn) af Bárðarbungu en dýpi þessar jarðskjálftavirkni virðist lítið breytast. Það bendir til þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni. Þessi jarðskjálftavirkni er alltaf á svipuðu dýpi og því ekki miklar líkur á eldgosi. Hinsvegar er hugsanlega hætta á eldgosi þarna í framtíðinni.