Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (30-Desember-2017) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og var stærsti jarðskjálftinn eingöngu með stærðina 1,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrina í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að frekari jarðskjálftavirkni verður í Kötlu. Yfir vetrarmánuðina þá er yfirleitt lítil eða engin jarðskjálftavirkni í Kötlu.