Snögg aukning í jarðskjálftum í Kötlu

Í gær (05-Janúar-2018) varaði Veðurstofa Ísland við aukinni leiðni og gasi í kringum jökulár sem koma frá Mýrdalsjökli vegna lítils jökulflóðs sem kom fram. Þessu fylgdi aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Hæðsta gildi leiðni sem kom fram samkvæmt Veðurstofunni var 613 µS/cm (ég finn ekki þessar mælingar á vef Veðurstofunnar. Ég veit ekki afhverju það er). Þá hefur einnig mælst gas á Láguhvolum (þar fara fram gasmælingar). Síðast þegar þetta gerðist var í Nóvember-2017 þegar örlítið stærra jökulflóð átti sér stað.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar mynda tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í kjölfarið á þessu jökulflóði þá fór að bera á aukinni jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekki ljóst afhverju jarðskjálftavirknin jókst í kjölfarið á þessum jökulflóðum þar sem þar sem það þarf ekki endilega að koma fram jarðskjálftavirkni í kjölfarið á svona litlu jökulflóði. Það eru ekki nein merki sjáanleg um að það hafi orðið smágos undir Mýrdalsjökli á SIL stöðvum í kringum Kötlu. Eins og staðan er núna þá er ég að búast við frekari jarðskjálftavirkni og fleiri jökulflóðum ef þetta fylgir sömu hegðun og svipaðir atburðir sem urðu á árinu 2017. Það er hugsanlegt að eldri hegðun endurtaki sig ekki. Stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið hingað til var með stærðina 2,1 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Allir jarðskjálftar sem komu fram voru á dýpi minna en 1 km.