Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (vika-03, 2018)

Í dag (15-Janúar-2018) varð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er orðin mjög reglulegur atburður og hefur verið það um lengri tíma núna. Jarðskjálftarnir í dag voru með stærðina 3,5 (klukkan 09:39) og síðan 3,3 (klukkan 09:47). Staðsetningin bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni sé að vænta í Bárðarbungu á næstu dögum í norður-austur hluta öskju Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga er ennþá að þenjast út eftir að eldgosinu lauk í Febrúar-2015 í Holuhrauni. Það er alveg ljóst að Bárðarbunga er að undirbúa eldgos en það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos mun eiga sér stað.