Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Síðasta sólarhring (20-Janúar-2018) hefur verið jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Þeir jarðskjálftar sem hafa komið fram hingað til eru mjög litlir að stærð og hefur enginn þeirra náð stærðinni 1,0.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að kvika sé að leita upp í eldstöðina. Þessir jarðskjálftar virðast vera eingöngu í jarðskorpunni eins og stendur. Það er ekki ljóst á þessari stundu hvort að hérna sé um að ræða jarðskjálfta vegna áhrifa frá Bárðarbungu (spennubreytingar í jarðskorpunni). Það hefur ekki gosið í Tungnafellsjökli síðustu 12.000 ár og litlar upplýsingar er að finna um eldgos sem eru eldri en 12.000 ára.