Kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (21-Janúar-2018) kom fram kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot kom fram á svæði sem er aðeins utan við megineldstöðina og líklega utan við sjálft Bárðarbungu kerfið eins og það er sett fram á kortum í dag.


Kvikuinnskotið suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var eingöngu með stærðina 1,2 en minnsta dýpi sem kom fram á 13,9 km og stærðin á þeim jarðskjálfta var eingöngu 0,8. Það er mitt mat að hættan á eldgosi á þessu svæði er að aukast eftir því sem þessi kvikuinnskotavirki heldur áfram. Það er ekki hægt að setja til um það hvenær eldgos verður á þessu svæði. Þetta svæði hefur verið virkt í talsverðan tíma núna og þarna verða regluleg kvikuinnskot.