Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (09-Febrúar-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í Öræfajökli síðan jarðskjálftavirknin hófst í eldstöðinni árið 2017. Þann 3-Október-2017 kom fram jarðskjálfti með stærðina 3,4 (grein hérna) og hefur það verið stærsti jarðskjálftinn hingað til. Þessi aukning í stærð jarðskjálfta er áhyggjuefni og nauðsynlegt að fylgjast betur með því sem er að gerast í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur aðeins einn jarðskjálfti orðið eftir stóra jarðskjálftann og var sá jarðskjálfti með stærðina 1,7 (sjálfvirk niðurstaða). Ég reikna með frekari jarðskjálftum í Öræfajökli á næstu klukkutímum.