Staðan í jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey í Tjörnesbrotabeltinu klukkan 16:20 þann 18-Febrúar-2018

Það er mjög líklegt að þær upplýsingar sem koma fram hérna verði úreltar mjög hratt.

Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Nafir sem er staðsett austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu er minni í dag (18-Febrúar-2018) en í gær (17-Febrúar-2018) og hafa í dag orðið að mestu litlir jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 3,4 og varð klukkan 12:14. Það er ennþá óljóst hvort að jarðskjálftahrinan mun aukast á ný en jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey í eldstöðinni Nafir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Það er minni þéttleiki í jarðskjálftahrinunni í dag en í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað mun gerast næst á þessu svæði. Þar sem það er ekki skráð nein eldgosasaga á þessu svæði og jarðskjálftavirknin er mjög flókin þar sem þarna blandast saman jarðskjálftavirkni sem á uppruna sinn í plötuhreyfingum og síðan í eldstöðvarbreytingum annarsvegar. Þessa stundina þá veit ég ekki hvort er núna en mjög líklega er hérna um að ræða jarðskjálftahrinu vegna eldstöðvahreyfinga í eldstöðinni Nafir. Það er mjög erfitt að lesa í stöðuna á þessu svæði þessa stundina.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þörf verður á í dag.