Jarðskjálftahrina vestan við Kópasker

Í morgun (22-Febrúar-2018) klukkan 07:34 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 vestan við Kópasker. Þessi jarðskjálfti fannst þar og allt að 90 km fjarlægð frá upptökunum.


Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt Veðurstofunni komu fram tveir forskjálftar fram áður en aðal jarðskjálftinn varð. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálftahrina boðar frekari jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu.