Jarðskjálftavirkni eykst á ný í Öræfajökli

Í gær (24-Febrúar-2018) og í dag (25-Febrúar-2018) jókst jarðskjálftavirkni á ný í Öræfajökli eftir talsverðan langan tíma án nokkurar jarðskjálftarvirkni. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,2. Stærðir annara jarðskjálfta sem komu fram voru á bilinu 0,6 til 1,2. Allir jarðskjálftar eru skráðir með grunnt dýpi en það er hugsanlega ekki rétt mæling.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli á sér stað vegna þess að kvika er að troða upp eldstöðina. Núverandi jarðskjálftavirkni er fyrir ofan bankgrunnsvirkni í Öræfajökli. Bakgrunnsvirkni í Öræfajökli er í kringum 1 til 2 jarðskjálftar á ári (allt að 10 jarðskjálftar á ári).