Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli, ný jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Öræfajökli þann 25-Febrúar-2018 heldur áfram. Flestir af þeim jarðskjálftum sem koma fram eru litlir, flestir eru minni en 1,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðin Tungnafellsjökull

Norð-vestur af Öræfajökli er eldstöðin Tungnafellsjökull. Þar hefur jarðskjálftavirkni tekið sig upp aftur eftir talsvert hlé. Flestir jarðskjálftar sem verða þar eru einnig mjög litlir og langflestir eru minni en 1,0 að stærð. Eftir eldgosið í Bárðarbungu 2014 – 2015 jókst jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli en það var einnig mikil jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli á meðan eldgosið í Bárðarbungu stóð yfir vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Það er líklegt að núverandi jarðskjálftavirkni sé vegna spennubreytinga í jarðskorpunni.