Jarðskjálftahrina í Öskju

Í gær (14-Mars-2018) hófst jarðskjálftahrina í Öskju með jarðskjálfta sem var með stærðina 3,8. Það hefur verið hrina af litlum jarðskjálftum á þessu sama svæði síðustu vikur. Þessa stundina er jarðskjálftavirknin ennþá í gangi.


Jarðskjálftahrinan í Öskju (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er sterkasti jarðskjálfti í Öskju síðan í Ágúst-2014 þegar jarðskjálfti með stærðina 4,5 varð þar. Sú jarðskjálftavirkni tengdist eldgosinu í Bárðarbungu og kvikuinnskotinu og þeirri virkni. Einnig sem það varð staðbundin þensla í Öskju vegna þeirrar virki. Það dró úr þenslunni síðar og svæðið varð aftur eðlilegt. Á þessari stundu hefur ekki komið fram neinn órói og það þýðir að þarna er ekki nein kvikuhreyfing eða eldgos að eiga sér stað.