Snögg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli (hefur róast á ný)

Aðfaranótt 9-Apríl-2018 varð snögg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli. Það hefur aftur dregið úr þessari virkni á ný. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 1,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu náðu flestir ekki stærðinni 1,0. Dýpi þessara jarðskjálfta virðist hafa verið í kringum 6 til 8 km en það virðist vera erfitt af einhverjum ástæðum að fá nákvæmt dýpi á þessa jarðskjálfta. Ég veit ekki afhverju það er. Fjöldi jarðskjálfta í þessari hrinu var 22.


Jarðskjálftavirkni síðustu 15 daga í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli síðan árið 2005. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni síðustu 48 klukkutíma í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki afhverju núverandi jarðskjálftamunstur kemur fram í Öræfajökli. Hinsvegar lýst mér ekkert á þessa þróun í Öræfajökli eins og þetta er að koma fram núna í eldstöðinni og mig grunar að svona jarðskjálftahrinur séu að verða algengari í Öræfajökli en áður var. Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að mig grunar ekki alla söguna um það sem er að gerast í Öræfajökli núna um þessar mundir. Það hefur ekki orðið nein sjáanleg breyting á leiðni í jökulám frá Öræfajökli.