Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (17-Maí-2018) klukkan 15:56 varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu. Nokkrum mínútum síðan klukkan 16:00 varð jarðskjálfti með stærðina 4,0. Jarðskjálfti með stærðina 1,9 varð klukkan 16:01 en síðan þá hefur ekki orðið frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðsetning þessar jarðskjálftahrinu er á hefðbundum stað í Bárðarbungu þar sem hafa komið fram jarðskjálftahrinu undanfarna mánuði. Þessa stundina er mjög slæmt veður á þessu svæði en ekkert bendir til þess að þarna sé eldgos að fara að hefjast. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er útþensla Bárðarbungu eftir eldgosið 2014-Ágúst til Febrúar-2015.