Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í gær (29-Maí-2018) varð jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Þessi aukning sem varð núna í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli var í samræmi við það sem hefur sést áður undanfarna mánuði.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni og var stærð þeirra frá 0,0 og upp í 1,0.