Jökulflóð farið af stað úr Grímsvötnum

Samkvæmt fréttum þá er jökulflóð farið af stað úr Grímsvötnum og er búist við því að það nái láglendi á morgun. Ég er ekki að reikna með eldgosi í Grímsvötnum vegna þessa jökulflóðs. Ef það verður eldgos í Grímsvötnum í kjölfarið á þessu flóði þá reikna ég ekki með því að það verði stórt.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þarf eða skrifa nýja grein ef eitthvað stórt gerist.