Mjög kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (14-Júní-2018) varð mjög kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,9 (klukkan 15:05). Aðrar jarðskjálftar voru með stærðina 4,1 (klukkan 13:04), jarðskjálfti með stærðina 3,3 (klukkan 13:25), jarðskjálfti með stærðina 3,1 (klukkan 13:36), jarðskjálfti með stærðina 3,5 (klukkan 16:35). Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er stærsti jarðskjálftinn síðan í Janúar-2018 (grein hérna). Það sem virðist muna núna er að þessi jarðskjálftahrina virðist vera stærri núna en í Janúar-2018. Ástæða þessara jarðskjálftahrinu er vegna þenslu sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Það kom ekki fram neinn gosórói í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Ég veit ekki hversu mikið Bárðarbungu hefur þanist út síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar-2015. Það má búast við svona jarðskjálftavirkni (jarðskjálftahrina með stórum jarðskjálftum) í Bárðarbungu nokkrum sinnum á ári næstu árin.