Jarðskjálfti með stærðina 3,3 rúmlega 6 km norður af Gjögurtá

Í kvöld klukkan 22:44 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 rúmlega 6 km norður af Gjögurtá í Tjörnesbrotabeltinu. Í kjölfarið á þessum skjálfta hafa síðan komið fram minni jarðskjálftar.


Jarðskjálftavirknin norður af Gjögurtá núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði. Þarna eru engar eldstöðvar og þarna hafa ekki orðið nein eldgos svo vitað sé til.