Stutt jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í dag (29-Júní-2018) og í gær (28-Júní-2018) varð jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftavirkni var með stærðina 3,2 eða 4,1 (ég er ekki viss um stærðina). Ég veit ekki hvaða stærð er rétt þar sem útslagið á mælinum mínum í Dellukoti var stærra en það sem ég býst við að sjá við jarðskjálfta sem er 3,2 í þessari fjarlægð frá Dellukoti. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er ennþá niðri vegna bilunar í tölvu (sem ég get ekki lagað).


Grænu stjörnurnar sýna jarðskjálftana á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki ljóst á þessari stundu hvort að jarðskjálftavirkni þarna mun halda áfram eða hvernig þetta mun þróast. Þessa stundina virðist engin jarðskjálftavirkni vera í gangi á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá landi mælast ekki minni jarðskjálftar á þessu svæði.