Jarðskjálftahrina norður af Gjögurtá (Tjörnesbrotabeltið)

Klukkan 21:10 hófst jarðskjálftahrina norður af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til var með stærðina 3,7. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hafa verið minni að stærð hingað til. Það gæti breytst á nokkurar viðvörunar.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabelinu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina og er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er aðeins um að jarðskjálftar séu rangt staðsettir á sjálfvirku jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.

Þar sem jarðskjálftamælirinn minn í Böðvarshólum er niðri vegna bilaðrar tölvu og ég hef ekki efni á að kaupa Raspberry Shake jarðskjálftamæli (veðurþolin) þá er eingöngu hægt að sjá stærstu jarðskjálftana á jarðskjálftamælinum í Dellukoti.