Jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Í gær (14-Júlí-2018) og síðustu nótt (15-Júlí-2018) varð jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Þetta virðist vera minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshryggnum og stærsti jarðskjálftinn hafði eingöngu stærðina 3,0. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá eru stærri villumörk á mælingunni en annars hefur verið.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera lokið. Ef einhverjir minni jarðskjálftar eru að eiga sér stað þarna þá eru þeir ekki að mælast á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands vegna fjarlægðar. Jarðskjálftahrina gæti hafist þarna að nýju án nokkurrar viðvörunnar.