Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga (nærri Henglinum)

Í dag (11-Ágúst-2018) hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga nærri Henglinum (án þess þó að vera í eldstöðinni Henglinum). Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið var með stærðina 2,6.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er möguleiki á því að stærri jarðskjálftar muni eiga sér stað í þessari jarðskjálftahrinu.