Eldgosin í Öræfajökli árin 1362 og 1727 voru hugsanlega stærri en talið hefur verið

Samkvæmt fréttum í gær (14-Ágúst-2018) þá voru eldgosin í Öræfajökli árin 1326 og 1727 líklega stærri en talið hefur verið. Þetta er byggt á frumniðurstöðum rannsóknar sem fer núna fram við Öræfajökul.

Samkvæmt þessari rannsókn þá hefur eftirtalið komið í ljós.

  • Öskulag frá eldgosinu 1362 er rúmlega 3 metra þykkt en talið var að það væri aðeins um 0,5 metra þykkt áður. Þetta bendir til þess að eldgosið árið 1362 hafi verið stærra en áður var talið.
  • Eldgígar frá eldgosinu árið 1727 hafa fundist. Eldgosið það ár var líkt eldgosinu í Fimmvörðuhálsi árið 2010 í Eyjafjallajökli að gerð (eldgos sem varð ekki undir jökli).
  • Myndir af kvikunni benda til þess að kvikan sem kemur frá Öræfajökli sé mjög súr og séu mjög háar í gasi. Það er einnig mikið um kristalla í þessari kviku. Hvaða gerð af kristöllum er um að ræða hefur ekki komið fram (var ekki nefnt í fréttinni).

Þessar staðreyndir útskýra núverandi hegðun Öræfajökuls og afhverju jarðskjálftavirkni í Öræfajökli dettur niður í næstum því ekki neitt með nokkura vikna tímabili. Kvikan í Öræfajökli er mjög hægfara og það er mjög mikið af þessari kviku. Núverandi magn er orðið jafn mikið og var í Eyjafjallajökli áður en það eldgos hófst árið 2010 (það er mikill munur á Eyjafjallajökli og Öræfajökli. Samanburður getur því aðeins og orðið mjög takmarkaður).

Frétt Vísir.is.

Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið (Vísir.is)