Mikil dagleg losun af koltvísýringi frá Kötlu

Samkvæmt nýrri rannsókn þá er gífurleg losun á koltvísýringi frá Kötlu á hverjum degi. Það magn koltvísýringi sem losnar frá Kötlu á hverjum degi telst vera 20 kílótonn samkvæmt mælingum. (1 kílótonn = 1000 tonn). Það er ekki vitað hvort að þetta er jöfn losun á koltvísýringi eða hvort að þetta sveiflist yfir árið. Til þess að það komist í ljós þarf frekari rannsóknir.

Ég veit ekki hversu mikla kviku þarf til þess að losa svona mikið af koltvísýringi en það er alveg ljóst að magn kviku í Kötlu er umtalsvert. Stærsta eldgos í skráðri sögu eldgosa í Kötlu hafði stærðina VEI=5. Eldgosið í Eldgjá var meira kvikueldgos heldur en öskugos og var stærsta eldgos í Kötlu í langan tíma. Það er ekki hægt að spá fyrir um eldgos í Kötlu með löngum fyrirvara. Þetta gildir einnig um aðrar eldstöðvar.

Frétt Rúv

Kvikusöfnun í Kötlu (Rúv.is)