Jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu

Í dag (14-September-2018) klukkan 10:40 varð jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu. Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,9. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,2. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin fyrir Bárðarbungu þar sem eldstöðin heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið 2014 – 2015. Þessa stundina virðist sem að fjöldi jarðskjálfta af þessari stærð sé í kringum einn jarðskjálfti á mánuði. Það virðist sem að fjöldi þeirra jarðskjálfta sem er að eiga sér stað haldi ennþá að minnka og verður líklega fljótlega eingöngu einn til tveir jarðskjálftar á ári af þessari stærð.