Jarðskjálfti með stærðina 4,6 í Bárðarbungu

Klukkan 00:08 þann 23-Október-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 4,6 í Bárðarbungu. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu í að minnstakosti þrjá mánuði. Minni jarðskjálfti með stærðina 3,5 varð klukkan 00:12. Undanfari þessara jarðskjálfta var smá aukning í litlum jarðskjálftum sem hófst í gær (22-Október-2018).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg hefur átt sér stað síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar 2015.

Uppfært þann 24-Október-2018

Veðurstofan hefur uppfært stærðir þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað í Bárðarbungu. Stærðir stærstu jarðskjálftanna eru núna 3,9 og síðan 4,6 og 3,5.


Uppfært kort frá Veðurstofunni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grein uppfærð þann 24-Október-2018 klukkan 15:20.