Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í morgun (17-Desember-2018) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,6 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir að Bárðarbunga eldstöðin heldur áfram að þenjast út og ekki hefur dregið úr þeirri þenslu. Ég veit ekki hversu mikið Bárðarbunga hefur þanist út þar sem ég er ekki með nýleg GPS gögn frá Bárðarbungu.