Jarðskjálftahrina nærri Herðubreið

Í gær (18-Desember-2018) hófst jarðskjálftahrina nærri Herðubreið (Wikipedia). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,7. Þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá er möguleiki á því að stærri jarðskjálftar verði á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan í nágrenni við Herðubreið (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Yfir 140 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu en þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá mun þessi tala breytast. Það eru engin merki um kvikuhreyfingar á nálægum jarðskjálftamælum í þessari jarðskjálftahrinu og því er hérna einugöngu um að ræða jarðskjálftahrinu sem kemur til vegna hreyfinga í jarðskorpunni.