Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga nærri Fagradalsfjalli

Í gær (19-Desember-2018) hófst jarðskjálftahrina nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2. Þegar þessi grein er skrifuð er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Grindavík en það er næst upptökum jarðskjálftahrinunnar. Yfir 160 jarðskjálftar hafa mælst hingað til í þessari jarðskjálftahrinu.