Jarðskjálfti með stærð 3,4 nærri Surtsey (eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja)

Í nótt (31-Janúar-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 nærri Surtsey (eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja). Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er þetta stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan árið 1992.


Jarðskjálftinn nærri Surtsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni jarðskjálftar urðu í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Vegna fjarlægðar frá mælaneti Veðurstofu Íslands er erfitt að vera með næmar jarðskjálftamælingar á þessu svæði og því mælast ekki minni jarðskjálftar sem hugsanlega komu fram þarna.