Kröftug jarðskjálftahrina suður af Jan Mayen

Í morgun þann 2-Febrúar-2019 hófst kröftug jarðskjálftahrina suður af Jan Mayen eða um 350 km norður af Kolbeinsey. Ég veit ekki hvort að það eru einhverjar eldstöðvar á þessu svæði, það er möguleiki að svo sé. Þetta gæti einnig bara verið flekahreyfingar á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 5,0 (EMSC upplýsingar hérna). Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,6 (EMSC upplýsingar hérna). Í kringum tugur jarðskjálfta með stærðina 4,3 til 5,0 hefur orðið í þessari jarðskjálftahrinu. Veðurstofan hefur skráð tíu jarðskjálfta á vefsíðunni hjá sér en með minni stærð vegna fjarlægðar frá SIL jarðskjálftamælanetinu.


Jarðskjálftahrinan (grænar stjörnur) suður af Jan Mayen. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna fjarlægðar frá öllum jarðskjálftamælanetum þá mælast ekki minni jarðskjálftar sem hafa orðið þarna og þetta veldur því einnig að ekki er hægt að segja til um það hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.