Lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Í dag (20-Febrúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,2 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Samtals komu fram fimm jarðskjálftar.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjöki (norð-austan við Bárðarbungu). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst afhverju jarðskjálftavirkni á sér núna stað í Tungnafellsjökli. Það er möguleiki á því að hérna sé um að ræða kvikuinnskot í eldstöðina en einnig er mögulegt að um sé að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni vegna eldgossins í Bárðarbungu árið 2014 og 2015. Ég reikna ekki með því að það verði frekari virkni í Tungnafellsjökli en jarðskjálftavirkni. Síðasta eldgos í Tungnafellsjökli var fyrir 10.000 til 12.000 árum en þau eldgos eru óviss.