Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Í dag (10-March-2019) hófst kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Fjarlægðin frá Reykjavík er í kringum 840 km. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw5,8. (Upplýsingar á vefsíðu EMSC hérna). Það hafa aðeins þrír jarðskjálftar mælist og allir þessir jarðskjálftar voru stærri en 5,0 að stærð. Það er ekki hægt að vita hvort að þarna sé eldgos að eiga sér stað vegna fjarlægðar frá landi. Dýpi á þessu svæði er 3 til 6 km. Það er möguleiki á að það muni koma fram fleiri jarðskjálftar fram á næstu klukkutímum og næstu dögum vegna jarðskjálftans sem var með stærðina 5,8.