Jarðskjálftahrina austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið)

Síðastliðna nótt (18-Mars-2019) hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey í eldstöðinni sem kallast Nafir (enginn Global Volcanism Program síða). Það eina sem er að finna um þetta svæði á GVP er um elstöðina sem er suður af þessari eldstöð (GVP síða hérna). Eldstöðin Nafir er ekki með neina skráð eldgos síðustu 10.000+ ár. Það er möguleiki á því að þetta sé rangt vegna skorts á rannsóknum. Árið 2018 varð mjög sterk jarðskjálftahrina á þessu sama svæði og hægt er að lesa greinar sem tengjast þeirri jarðskjálftahrinu hérna. Jarðskjálftahrinan þann 19 Febrúar 2018 leit svona út eins og hægt er að sjá í greininni hérna. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram bendir til þess að hugsanlega verði endurtekning á þessari virkni núna en aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvað gerist en vísbendingar eru sterkar í þessa áttina. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði er flókin og erfitt að segja til um hvað gerist næst og þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í sigdal.


Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið hingað til var með stærðina 3,3 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Eins og stendur hafa 55 jarðskjálftar komið fram. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þó svo að fáir jarðskjálftar komi fram eins og stendur.

Styrkir

Ég minni á að hægt er að styrkja mína vinnu hérna. Hægt er að nota PayPal eða millifæra beint inná mig, upplýsingar hvernig skal gera það er að finna á styrkir síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂