Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu (1-Desember-2019)

Þann 1-Desember-2019 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Það urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 og einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Það komu einnig fram talsverður fjöldi af litlum jarðskjálftum fram í þessari jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin í dag fyrir Bárðarbungu og hefur átt sér stað síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar 2015. Það er alltaf von á meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu án nokkurar viðvörunar. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Bárðarbungu í nálægri framtíð.