Staðan á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga

Þessi grein er aðeins seint á ferðinni.

Jarðskjálftahrinan austan við Fagradalsfjall jókst aftur í gær (16-Desember-2019). Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa orðið þarna meira en 1200 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu 10 jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 eða stærri. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,7.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið en það er alltaf möguleiki á því að jarðskjálftavirkni taki sig upp aftur á þessu svæði. Þetta virðast vera brotajarðskjálftar sem þarna eiga sér stað.