Uppfærsla tvö á jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga austan við Fagradalsfjall

Í gær (19-Desember-2019) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 austan við Fagradalsfjall. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni. Þessi jarðskjálfti var áframhald að jarðskjálftavirkni sem hófst á þessu svæði þann 15-Desember-2019. Jarðskjálftavirkni hefur minnkað talsvert á þessu svæði síðan jarðskjálftavirknin var sem mest.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engar frekari upplýsingar um þessa jarðskjálftavirkni eins og stendur. Ég beið í gær eftir því hvort að eitthvað fleira mundi gerast en það gerðist ekki. Það getur eitthvað fleira gerst síðar þarna eða alls ekki.