Jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 á Reykjaneshrygg

Í dag (24-Janúar-2020) klukkan 05:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var mjög langt frá landi og á jaðri þess að SIL mælanetið geti mælt jarðskjálftann almennilega og það útskýrir væntanlega afhverju aðeins einn jarðskjálfti hefur mælst.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3 er græna stjarnan lengst til vinstri. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er búin að vera talsverð jarðskjálftavirkni á Reykjaneshryggnum í Janúar 2020. Ég veit ekki hvort að það mun halda áfram eða ekki.