Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (25-Janúar-2020) klukkan 14:25 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Bárðarbungu. Það kom bara einn jarðskjálfti fram en það útilokar ekki að annar jarðskjálfti verði í Bárðarbungu. Það gæti hinsvegar ekki gerst þar sem seinni jarðskjálftinn kemur ekki alltaf.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út á mjög miklum hraða. Hvenær næsta eldgos verður er ekki hægt að segja til um. Minnsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu er 3 til 8 ár.