Staðan á Reykjanesi þann 4. Febrúar 2020

Í gær (4. Febrúar 2020) varð ekki nein stór breyting á jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes. Það hafa að mestu leiti komið fram litlir jarðskjálftar og það urðu um 100 jarðskjálftar í gær en þeir voru allir litir að stærð. Það sjást ekki nein merki um það að kvikan sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið samkvæmt nálægum SIL jarðskjálftamælum. Þenslan er í kringum 55mm til 60mm samkvæmt nýjustu fréttum. Eina breytingin sem ég merki er örlítil færsla á jarðskjálftum til norð-austurs frá því sem var en það hefur ekki orðið nein breyting á jarðskjálftavirkni á suður-vestur enda þessar jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirknin í gær (4. Febrúar 2020) á Reykjanesinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þetta verði langt ferli áður en eldgos verður. Það er langt síðan eldgos varð þarna (en ekki langur tími í jarðfræðisögunni) á þessu svæði. Það tekur einnig kvikuna tíma til þess að verða nægjanlega mikil svo að eldgos geti hafist og ég tel að því stigi hafi ekki ennþá verið náð svo að eldgos geti hafist á þessu svæði.

Á meðan það eru engar stórar breytingar á þessu svæði þá ætla ég að fækka aðeins greinunum. Þar sem það er ekkert gott að skrifa mjög margar greinar um sama svæðið ef ekkert mikið er að gerast. Ég þekki það af reynslu eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 til 2015.

Styrkir

Það er hægt að styrkja þessa vinnu mína með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Hægt er að senda mér tölvupóst ef fólk vill millifæra á mig beint. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Flutningur til Íslands

Í næstu viku flyt ég aftur til Íslands (flutningstímabilið er 14 til 18 Febrúar) og þá verður aðeins færra um uppfærslur á þessari vefsíðu vegna þess. Ég mun reyna að uppfæra eins fljótt og hægt er ef eitthvað gerist. Hefðbundnar uppfærslur hefjast um leið og ég er kominn með búslóðina mína aftur í upphafi Mars og á sama tíma mun ég laga jarðskjálftamælana hjá mér og því munu uppfærslur á jarðskjálftum og skráning þeirra hefjast aftur hjá mér á sama tíma. Þá get ég farið að gefa upplýsingar um þá jarðskjálfta sem verða í frekari atriðum ég get núna í dag.