Flutningur til nýs hýsingaraðila

Í Júní mun ég flytja vefsíðuna yfir til nýs hýsingarðila. Þetta er gert vegna þess að nýi hýsingaraðilinn er mun ódýrari en sá sem ég er núna með. Þar sem þetta er hinsvegar flóknari flutningur en venjulega þá er hætta á niðurtíma á meðan flutningurinn stendur yfir. Nýja hýsingin er á Íslandi og er mun ódýrari en sú hýsing sem ég hef verið með í Bandaríkjunum.

Á Íslandi mun ég eingöngu borga 1282 kr á mánuði (tilboð fyrir nýjar hýsingar, mun kosta 1832 kr á mánuði frá og með næsta ári) miðað við rúmlega 32.000 kr á mánuði fyrir hýsinguna í Bandaríkjunum. Ég er að færa mig yfir til 1984.is á Íslandi frá Hostdime U.S í Bandaríkjunum.