Aukið gasútstreymi og jarðhiti í Grímsfjalli

Samkvæmt frétt á Vísir í gær (10-Júní-2020) hefur orðið vart við aukið útstreymi gass og aukin jarðhita í Grímsfjalli á síðustu mánuðum. Þessu hefur fylgt aukin jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli. Samkvæmt fréttinni þá er aukin hætta á eldgosi í kjölfarið á jökulflóði frá Grímsvötnum þegar þrýstingum léttir af kvikunni.


Uppsöfnuð orka jarðskjálfta í Grísmfjalli síðan eldgosinu 2011. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er búist við því að næsta eldgos í Grímsfjalli verði hefðbundið eldgos en eldgosið í Maí 2011 var stærsta eldgos í Grímsvötnum í 138 ár. Þá hafði síðast orðið eldgos af þessari stærð í Grímsfjalli árið 1873 og þá tók Grísmfjall 10 ár að verða tilbúið fyrir næsta eldgos.

Það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálftum í eldstöðinni Þórðarhyrna en vegna skorts á gögnum þá er óljóst hvað það þýðir. Síðasta eldgosi í Þórðarhyrnu lauk 12 Janúar 1904.

Frétt Vísir

Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum