Kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (19-Júní-2020) hófst kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu norðan við Gjögurtá. Hérna er um að ræða flekajarðskjálfta sem tengjast ekki neinni þekktri eldstöð. Á því svæði þar sem jarðskjálftahrinan á sér stað er mjög líklega rekdalur (rift valley) sem virðist vera tengdur eldstöðinni Kolbeinsey til norðurs. Þessi rekdalur er einnig tengdur inná misgengi sem er þarna frá Flatey til austurs og kallast Flateyjar-misgengið. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er þetta misgengi samtengi misgengi (transform fault). Þó svo að það hafi dregið úr jarðskjálftavirkni síðustu klukkutíma þá er þessari jarðskjálftahrinu ekki lokið þó svo að jarðskjálftavirknin hafi aðeins dottið niður síðustu klukkutímana. Þegar þessi grein er skrifuð er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,8 klukkan 03:47. Það hafa mæst meira en 400 jarðskjálftar síðasta sólarhringinn á þessu svæði samkvæmt Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 13:00. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Yfirfarnir jarðskjálftar hjá Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er þekkt að jarðskjálftahrinur þarna geta varað allt að nokkrar vikur í lengstu jarðskjálftahrinunum. Það er því hætta því að þessi jarðskjálftahrina muni vara í nokkrar vikur þó svo að jarðskjálftavirknin detti niður á nokkura klukkutíma fresti.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mig með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Það hjálpar mér með vefsíðuna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Ég mun fljótlega færa PayPal takkana á styrkir síðuna í þeirri tilraun að einfalda allt í kringum styrkina fyrir fólk sem vill styrkja mig.