Aukning í jarðskjálftum á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (6-Júlí-2020) varð aukning í jarðskjálftum á Tjörnesbrotabeltinu með jarðskjálfta upp á stærðina Mw3,5 klukkan 18:34 en þar á undan hafði orðið jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 klukkan 15:40. Það er möguleiki á því að þessir jarðskjálftar hafi fundist. Þessi jarðskjálftahrina hófst þann 19-Júní og er ennþá í gangi og það eru því komnar þrjár vikur síðan þessi jarðskjálftahrina hófst.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mjög mikil hætta á að þarna verði jarðskjálfti með stærðina Mw6,0 til Mw7,2. Það er ekkert sem bendir til þess að byrjað sé að draga úr þessari jarðskjálftahrinu. Jarðskjálftahrinan dettur hinsvegar niður í nokkra klukkutíma til daga reglulega áður en jarðskjálftavirkni eykst aftur.