Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes norð-austur af Grindavík

Í gær (9-Júlí-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,3 og ástæða þessar jarðskjálftahrinu var innskot kviku á 4 til 6 km dýpi norð-austan við Grindavík á svæði þar sem virðist vera gömul sprunga á svæðinu.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga nærri Grindavík í gær. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að kvikan sem er að valda þessari virkni sé komin eins grunnt og á 3 km dýpi en það er erfitt að vera viss nákvæmlega hver staðan er breytingar á gps gögnum næstu daga ættu að gefa vísbendingar um það hvernig staðan er. Það virðist sem að ekki sé næg kvika á svæðinu til þess að koma af stað eldgosi en það er einnig mögulegt að aðrir óþekktir þættir séu að valda því að kvikan sé ekki að leita til yfirborðs eins og stendur.