Jarðskjálftahrina við Herðurbreiðartögl

Í gær (10-Júlí-2020) hófst jarðskjálftahrina við Herðurbreiðartögl. Það eru engar eldstöðvar á þessu svæði og því er hérna væntanlega um að ræða jarðskjálfta sem eiga uppruna sinn í flekahreyfingum á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 (klukkan 14:15) og Mw3,1 (klukkan 17:47). Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð og það hafa ekki orðið margir jarðskjálftar ennþá.


Jarðskjálftahrinan við Herðurbreiðartögl. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fjöllin sem þarna eru hlóðust upp í eldgosum fyrir um 12.000 árum síðan eða fyrr.