Jarðskjálftahrina í Reykjanes eldstöðinni

Það hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes síðustu klukkutíma nærri Fagradalsfjalli sem er mögulega innan eldstöðvarinnar Reykjanes en gæti einnig verið aðeins fyrir utan. Þegar þessi grein er skrifuð hefur ekki komið fram neinn jarðskjálfti sem hefur farið yfir stærðina Mw2,0. Það gæti breyst án viðvörunar.


Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinan er hinsvegar eitthvað sem þarf að fylgjast með þar sem hætta er á sterkum jarðskjálftum á þessu svæði á næstu klukkutímum. Þenslu gögn frá GPS mælingum eru ennþá óljós. Það er einnig jarðskjálftahrina norður af Grindavík en síðustu klukkutímana hefur dregið úr þeirri jarðskjálftavirkni.