Þrír kröftugir jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu nærri Gjögurtá

Í nótt (19-Júlí-2020) urðu þrír jarðskjálftar nærri Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu á misgengi sem heitir Flatey – Húsavíkur misgengið. Um miðnætti þann 19-Júlí jókst jarðskjálftavirkni snögglega á Tjörnesbrotabeltinu á þessu svæði. Fyrsti jarðskjálftinn sem náði stæðinni Mw3,0 varð klukkan 02:54 og stærst jarðskjálftinn með stærðina Mw4,4 varð klukkan 03:07 og annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3 varð klukkan 07:05. Það er ekki hægt að útiloka frekari jarðskjálfta sem verða með stærðina Mw3,0 eða stærri á þessu svæði og það er ennþá mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw7,0 verði á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan 8-Júlí þegar jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 varð á þessu svæði í rekdalnum sem þarna er og er einnig virkur í þessari jarðskjálftavirkni. Það hafa komið fram meira en 14.000 jarðskjálftar síðan þessi jarðskjálftahrina hófst þann 19-Júní. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.